laugardagur, 26. janúar 2008

Eyjar 2008

Jæja jæja, þá er fuglinn lentur í Eyjum, var svolítið tvísýnt á tímabili, ætluðum að fara í gærkvöldi en gekk ekki. Þetta er búið að vera rosalegt ferðalag, mjög gaman og ótrúlegt að koma og sýna á öllum þessum stöðum og í mismunandi rýmum. Við vonumst til að Eyjapeyjarnir standi undir nafni og flykkist á sýninguna.
Fyrst við komumst hingað þá hljóta Eyjamenn að komast í Bæjarleikhúsið!!

Sjáumst í kvöld eða á morgun, með lunda og brim! Nei bara með góða skapið.

bless að sinni.

föstudagur, 18. janúar 2008

Halló Ísafjörður

Jæja þá er það Ísfjörður um helgina.
Edinborgarhúsið kl. 20.00 á sunnudagskvöld og laugardagskvöld.. laugardagskvöld og sunnudagskvöld meinti ég.

miðasala við innganginn og á midi.is.
Hlakka mikið til.
Þetta er nú meira ævintýrið.

föstudagur, 11. janúar 2008

Egilsstaðir um helgina!!


Það er bara allt að verða vitlaust hérna, snjóar og snjóar og snjóar. Ótrúlega flott rými hér í Frystiklefanum í gamla Sláturhúsinu á Egilsstöðum og við vonum að sem flestir komi á sýninguna.. og vonum að Pálmi geti lent í kvöld þó svo það snjói svona mikið.


föstudagur, 14. desember 2007

Svartur fugl tekur flugið



Kvenfélagið Garpur, Hafnarfjarðarleikhúsið
og Flugfélag Íslands

kynna:

Svartur fugl
eftir David Harrower
í þýðingu Hávars Sigurjónssonar.

Una og Ray áttu í sambandi fyrir fimmtán árum. Þau hafa ekki séð hvort annað síðan. Nú hefur hún fundið hann á ný. Ögrandi saga um forboðna ást!

Eitt umtalaðasta leikverk síðari ára í leikstjórn Graeme Maley.

Leikarar: Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir.

Eftir frábærar viðtökur á Svörtum fugli í Hafnarfjarðarleikhúsinu á haustdögum var ákveðið, í samstarfi við Flugfélag Íslands, að fara á leikferðalag til Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Sýndar verða tvær sýningar á hverjum stað.

12. og 13. janúar kl. 20.00 í Sláturhúsinu-Menningarsetri á Egilsstöðum.

19. og 20. janúar kl. 20.00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

26. og 27. janúar kl. 20.00 í Leikhúsinu Vestmannaeyjum.


Aðstoðarleikstjórn: Gréta María Bergsdóttir.
Ljósahönnun: Garðar Borgþórsson.
Búningahönnun: Eva Vala Guðjónsdóttir.
Tónlist: Brian Docherty.
Tæknistjórnun: Arnar Ingvarsson.

Miðasala er á www.midi.is og við innganginn.
Miðaverð kr. 2900
Sýningin er um einn og hálfur tími að lengd, ekkert hlé.
Sýningin er ekki ætluð börnum innan 14 ára.

Svartur fugl er settur upp í samstarfi við SPRON, SPVF, Ísafjarðabæ, Fljótsdalshérað, Vestmannaeyjabæ, Hafnarfjarðarbæ, Landsbankann og Menntamálaráðuneytið.



Gagnrýni:
Það er ætíð heilsusamlegt að hætta hugsun sinni út fyrir þann ramma sem menning samfélagsins setur. Og það er svo sannarlega gert hér!
M.K. MBL

Eitt djarfasta leikrit síðustu ára!
Sunday Herald

Sálfræðiþriller!
Þ.E. Víðsjá

Verkið gerir nærri ómanneskjulegar kröfur til leikaranna, og þau Sólveig og Pálmi standast þær vel.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

Spennandi kvöldstund og fantagott leikrit.
P.B.B. Fréttablaðið

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Umræður eftir sýningu á Svörtum fugli í Hafnarfjarðarleikhúsinu 10. nóvember.

Laugardagskvöldið næstkomandi, 10. nóvember, verða umræður eftir sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Rætt verður um verkið og þær spurningar sem vakna hjá áhorfendum um það viðkvæma málefni sem verkið fjallar um, forboðið samband fertugs manns og 12 ára gamallar stúlku.

Katrín Jakobsdóttir stjórnar umræðum og munu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndunarstofu, Sigríður Björnsdóttir frá Blátt áfram og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur taka þátt í umræðunum ásamt leikurum og leikstjóra.

Þýðandi er Hávar Sigurjónsson og leikarar eru Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Leikstjóri er Graeme Maley, leikhússtjóri The New Works í Bretlandi.

Næstu sýningar:

Laugardaginn 10. nóvember kl. 20
Föstudaginn 16. Nóvember kl. 20


Síðustu sýningar!!!

Sýningin er um ein og hálf klukkustund, ekkert hlé.
Sýningin er ekki ætluð börnum undir 14 ára aldri.
Ekki er hægt að hleypa inn í sal eftir að sýningin hefst!

Verðlaunaverk sem enginn má missa af!!

www.hhh.is
www.midi.is
miðasölusími: 555 2222

Þetta er mergjað verk, afar vel hugsað, byggt og samið.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

Sálfræðiþriller!
Þ.E. Víðsjá

Verkið gerir nærri ómanneskjulegar kröfur til leikaranna, og þau Sólveig og Pálmi standast þær vel.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

Spennandi kvöldstund og fantagott leikrit.
P.B.B. Fréttablaðið

Svartur fugl er sýndur á stóra sviði Hafnarfjarðarleikhússins og þangað skulið þið fara til að sjá hann.
S.A. Tímarit Máls og Menningar.

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Síðustu sýningar


Núna fer að líða að seinni hluta sýningartímabilsins á Svörtum fugli.

Síðustu sýningar verða:

Föstudaginn 2. nóvember kl. 20.00

Laugardaginn 10. nóvember kl. 20.00 - umræður eftir sýningu.

Katrín Jakobsdóttir mun stýra umræðum.

Föstudaginn 16. nóvember kl. 20.00

ath! síðustu sýningar!!

miðvikudagur, 24. október 2007

Syningar föstudag 26. okt og laugardag 27.okt kl. 20.00



Miðasala í síma 555-2222 og á midi.is

Lesið dóm Silju Aðalsteinsdóttur í tmm.is hér:

http://tmm.is/default2.asp?strAction=getPublication&intPublId=1113

Una var bara tólf ára þegar hún varð ástfangin af Ray, og eitt af því sem Harrower veltir upp í leikritinu er flókið tilfinningalíf stúlkna á þeim aldri sem þær eru sér bara að litlu leyti meðvitaðar um í ringulreið unglingsáranna. Styrkur verksins liggur í innsýn þess í hugarheim bæði geranda og fórnarlambs, og við sjáum æ skýrar að hlutverkin eru ekki og hafa aldrei verið hrein. Þetta er fantagott verk, ekki auðvelt, hvorki að leika það né horfa á það, en skilur eftir sterka mynd og hollt íhugunarefni.
Silja Aðalsteinsdóttir, Viðskiptablaðið 19. okt. 2007

mánudagur, 15. október 2007

Næstu syningar:

Föstudag 19.okt. kl. 20.00 - örfá sæti laus!

Föstudag 26. okt. kl. 20.00
Laugardag 27. okt. kl. 20.00

www.midi.is
s. 555-2222